Innlent

Það er bakaríslaust á Heimaey

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsmenn NOVA að gera allt klárt í morgun.
Starfsmenn NOVA að gera allt klárt í morgun. Vísir/KTD
Þeir Þjóðhátíðargestir sem reiknuðu með að geta skellt sér í bakarí í Vestmannaeyjum hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ekkert bakarí er opið þessa annasömustu ferðahelgi ársins þegar fjöldi fólks á Heimaey fjórfaldast. Eitt bakarí varð gjaldþrota í vetur og hitt kýs að hafa ekki opið.

Í húsnæði Arnórs bakara á Vesturvegi er reyndar múgur og margmenni en ekkert bakkelsi er bakað. Starfsmenn NOVA hafa þar aðstöðu fyrir ýmsa lagervöru en í næsta húsi er kaffihúsið Vinaminni. Fyrir utan er spiluð tónlist yfir daginn og eldhressir starfsmenn taka vel á móti gestum. Þeir geta þó ekki boðið upp á ostaslaufu, snúð eða kókómjólk.

„Við höfum aldrei haft opið yfir Verslunarmannahelgina,“ segir Helga Jónsdóttir, einn eigenda bakarísins. Hún minnir á að starfsmenn bakarísins séu verslunarmenn og eigendurnir kjósi að hafa lokað yfir helgina, frá hádegi á föstudegi og fram á mánudagsmorgun, frídag verslunarmanna. Aðspurð segir Helga að starfsmenn bakarísins ráði sig margir hverjir í aðra vinnu yfir helgina.

Annað bakarí hefur verið starfrækt við Vesturveg undanfarin ár en rekstur þess var hætt í vetur. Þjóðhátíðargestir verða því að bíða fram yfir Þjóðhátíð þegar þeir snúa aftur á fast land til að geta gætt sér á bakarísvörum. Margir undrast þá ákvörðun bakarans að hafa ekki opið stærstu ferðahelgi ársins.

„Við reyndum einu sinni að hafa opið yfir helgina en það var ekkert að gera,“ segir Helga.  Hún segir NOVA ekki leigja húsnæði Arnórs bakara. Bakaríið hafi ekki leigutekjur um helgina. NOVA fái þó að geyma varning þar inni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×