Erlent

Aukahlutir í Loom-teygjum innkallaðir á Englandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Armbönd. Teygjurnar eru meðal mest seldu leikfanga sumarsins.
Armbönd. Teygjurnar eru meðal mest seldu leikfanga sumarsins.
Uppfært: Ekki voru það Loom-teygjurnar sjálfar sem voru innkallaðar, eins og stóð í upphaflegu fréttinni, heldur aukahlutir sem hægt var að kaupa til að hengja við teygjurnar. Þær voru svo innkallaðar vegna of hás hlutfalls þalata. Fréttin að neðan hefur verið leiðrétt miðað við þetta.



Aukahlutir fyrir Loom-teygjurnar svokölluðu, sem hafa verið heitasta æðið hjá litlum og stórum stelpum í sumar og haust, voru innkallaðir af stórri breskri leikfangakeðju, The Entertainer, í 92 verslunum á dögunum á Englandi.

Þetta var gert eftir að greint var frá því á fréttavef BBC að rannsóknir hefðu sýnt að í einum aukahlut reyndust vera 40 prósent af þalötum en hámarksviðmið Evrópusambandsins er 0,1 prósent. Þalöt, sem talin eru geta valdið krabbameini, eru notuð til að mýkja plastið í teygjunum. Magn þalata í aukahlutum teygjanna sem rannsakaðar voru reyndist vera frá 1 prósenti til 40 prósenta.

Stelpur búa til armbönd og hálsfestar úr teygjunum sem voru meðal mest seldu leikfanga sumarsins. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Estelle dóttir hennar hafa skartað slíkum armböndum auk Katrínar, hertogaynju af Cambridge. Teygjurnar hafa náð vinsældum um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×