Lífið

Texas Maggi: "What do you do when you´re tapping off the gúmmí?“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Magnús ásamt búkonunni Flor og bróður sínum Mardarito.
Magnús ásamt búkonunni Flor og bróður sínum Mardarito. Mynd/Skjáskot
Kokkurinn og gleðigjafinn Magnús Ingi Magnús­son, betur þekktur sem Texas Maggi, tók eitt af viðtölum ársins fyrir skömmu þegar hann heimsótti bændur í Asíu. Þar er hann að fræðast um framleiðslu gúmmís og er viðtalið einkar fróðlegt.

Viðtalið er úr þættinum, Magnús Ingi á Asíuslóðum 3:3. Þátturinn var sýndur á ÍNN þann 13. febrúar 2015.

Fyrir utan þættina sína, Eldhús Meistaranna á ÍNN, hefur Texas Maggi vakið mikla lukku með frábærum og líflegum myndböndum sem hann birtir á netinu og hefur sannað að hann er ekki eingöngu góður kokkur heldur er hann einnig frábær sjónvarpsmaður, enda sjónvarpskokkur.

Viðtalið hér að neðan er tekið í Asíu, inni í miðjum skógi þar sem að systkynin Flor og Mardarito svara skemmtilegum spurningum Magnúsar. Nokkrar setningar Magnúsar eru einkar skemmtilegar þegar hann slær á létta strengi og blandar saman ólíkum tungumálum.

"What do you do when your tapping off the gúmmí?"

"And he take care of the gúmmítré."







Fleiri fréttir

Sjá meira


×