Fótbolti

Tévez: Þurfum að spila fullkomlega til að vinna Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tévez skoraði sigurmark Juventus í fyrri leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Tévez skoraði sigurmark Juventus í fyrri leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. vísir/getty
Carlos Tévez segir að Juventus þurfi að eiga fullkominn leik til að leggja Barcelona að velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi.

„Þeir eru með þrjá bestu framherja í heimi svo við þurfum að sýna frammistöðu sem er meira en fullkomin,“ sagði Tévez sem hefur skorað 29 fyrir Juventus á tímabilinu.

Liðið er búið að vinna ítölsku deildina og bikarkeppnina og getur fullkomnað þrennuna með sigri á Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín 6. júní næstkomandi.

„Ég held að Barcelona sé besta lið í heimi,“ bætti Tévez við en hann varð Evrópumeistari með Manchester United 2008.

Juventus hefur unnið Meistaradeildina í tvígang: 1985 og 1996. Liðið komst síðast í úrslitaleik keppninnar 2003 þegar það tapaði fyrir AC Milan í vítaspyrnukeppni.

Juventus sló Dortmund, Monaco og Real Madrid út á leið sinni í úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×