Enski boltinn

Terry á förum frá Chelsea eftir tímabilið | Ætlar ekki að hætta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
John Terry greindi frá því í samtali við blaðamenn eftir 5-1 sigur Chelsea á MK Dons í enska bikarnum í dag að Chelsea myndi ekki bjóða honum nýjan samning.

Hann sagðist þó ekki ætla að leggja skónna á hilluna en hann segist ætla að leika utan Englands á næsta tímabili.

Terry var líkt og vanalega í byrjunarliði Chelsea í dag og lék allar 90. mínútur leiksins en hann hefur byrjað inná í 18 af 23 leikjum liðsins á þessu tímabili.

Terry sem er fyrirlið liðsins hefur verið á mála hjá Chelsea frá árinu 1995 en hann lék fyrstu leiki sína fyrir félagið þremur árum seinna. Hefur hann leikið 477 leiki fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og 696 leiki í öllum keppnum og skorað alls 66 mörk.

Hann greindi frá því að félagið hefði ekki boði honum nýjan samning og að hann myndi leika áfram á næsta tímabili þótt það yrði utan Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×