Enski boltinn

Terry: Mourinho verður frábær fyrir United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
John Terry, miðvörður Chelsea og fyrirliði liðsins til margra ára, er viss um að sinn gamli knattspyrnustjóri, José Mourinho, eigi eftir að slá í gegn á Old Trafford.

Mourinho var rekinn frá Chelsea á miðri síðustu leiktíð eftir að gera liðið að meistara í þriðja sinn árið 2015. Hans næsta verkefni er að koma Manchester United aftur í hæstu hæðir.

Terry spilaði undir stjórn Mourinho í bæði skiptin sem hann stýrði Chelsea og varð Englandsmeistari þrisvar sinnum undir hans stjórn.

„Ráðning Mourinho eru frábærar fréttir fyrir Manchester United,“ segir Terry í viðtali við Sky Sports.

„Það var leiðinlegt hvernig þetta endaði hjá honum hjá Chelsea á síðustu leiktíð en ég óska honum alls hins besta því hann er frábær maður og verður frábær fyrir Manchester United. Ég er viss um það.“

„Ég er viss um að hann á eftir að ná vel saman með mönnum eins og Ryan Giggs. Vonandi Giggs áfram á Old Trafford og styður Mourino,“ segir John Terry.


Tengdar fréttir

Mourinho með Ferdinand í sigtinu

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur José Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, áhuga á að fá Rio Ferdinand inn í þjálfarateymi sitt á Old Trafford.

Mourinho: Er mættur hingað til að vinna

Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Manchester United, er spenntur fyrir komandi tímum hjá félaginu. Portúgalski stjórinn getur ekki beðið eftir að komast út á æfingarvöllinn og byrja að vinna með liðinu, en hann segist vera stoltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×