Viðskipti innlent

Teppabúðin/Litaver flutt í verslun Parka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bitter ehf., rekstrarfélag Parka, keypti Teppabúðina/Litaver um mitt síðasta ár.
Bitter ehf., rekstrarfélag Parka, keypti Teppabúðina/Litaver um mitt síðasta ár.
Elsta sérverslun á Ísladi með teppi, gólfdúka, veggfóður, skrautlista og aðrar lausnir í gólfefnum, Teppabúðin/Litaver, er flutt í verslun Parka við Dalveg 10 til 14.

Í tilkynningu segir að Bitter ehf., rekstrarfélag Parka, hafi keypt Teppabúðina/Litaver um mitt síðasta ár en í Parka hefur Teppabúðinni/Litaver verið fundinn staður í sérdeild þar sem verslunin „mun halda öllum sérkennum sínum að undanskilinni málningunni.

Verslunin Teppabúðin/Litaver var upphaflega stofnuð árið 1965. Þar hefur ávallt verið boðið upp á gæðavöru á hagstæðu verði, enda mikil áhersla lögð á að veita viðskiptavinum faglega og góða þjónustu. Teppabúðin/Litaver var staðsett á Grensásvegi, en allt frá stofnun fyrirtækisins var Litaver þar til húsa,“ segir í tilkynningu vegna flutninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×