Sport

Tennisstjarna í sjokki vegna fréttanna af Sharapovu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eugenie Bouchard eftir tap í leik á móti Mariu Sharapovu.
Eugenie Bouchard eftir tap í leik á móti Mariu Sharapovu. Vísir/Getty
Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard þekkir vel til Mariu Sharapovu sem var hennar átrúnaðargoð þegar hún var yngri. Sjokkið var því mikið þegar Maria Sharapova tilkynnti heiminum  það í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi.

Eugenie Bouchard er 22 ára gömul og hefur hæst komist í fimmta sæti heimslistans sem var árið 2014 sama ár og hún komst í úrslit á Wimbledon-mótinu.

Eugenie Bouchard var spurð út í lyfjahneyksli Mariu Sharapovu og sú kanadíska viðurkenndi að þetta mál hafi haft mikil áhrif á hana.

„Ég er í sjokki og mjög vonsvikin," sagði Eugenie Bouchard aðspurð um fall Mariu Sharapovu á lyfjaprófi.

„Hún var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var að alast upp. Að hugsa til baka um fyrirmynd sína og velta fyrir sér hvort að þetta hafi verið lygi. Þetta hafði því mikil áhrif á mig," sagði Bouchard.

Eugenie Bouchard var ein af stjörnum Nike eins og Maria Sharapova og nú þegar Sharapova er búin að missa Nike-saminginn sinn má búast við að Eugenie Bouchard fái meiri athygli.

„Ég tel svo vera að við vitum ekki alla söguna ennþá. Það er samt mikil vonbrigði að þurfa að efast um þetta allt saman," sagði Bouchard.


Tengdar fréttir

Tennisdrottning hrynur af stalli

Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann.

Hvað er meldóníum?

"Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×