Innlent

Tengja ferðamenn við íslenska náttúru með nútímalegum hjólhýsum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslenskir frumkvöðlar vinna nú að því að setja hjólhýsi sem eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður á markað. Þó að hýsin séu gædd nýjustu tækni á borð við þráðlaust internet og hátalarakerfi er tilgangurinn að tengja ferðamenn betur við náttúruna.

Hjólhýsið ber nafnið Minkurinn, rúmar auðveldlega tvo fullorðna og vegur um 500 kíló. Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum hjá frændunum Kolbeini Björnssyni og Ólafi Sverrissyni, en þeir töldu stærstu vandamál ferðamennsku á íslandi vera dreifingu ferðamanna um landið og gistingu á landsbyggðinni. Með Minknum vilja þeir tengja fólk betur við náttúruna.

Til að byrja með stefnir fyrirtækið á íslenskan og skandinavískan markað en hægt verður að leigja Minkinn með bílaleigubílum næsta vor.

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hannaði Minkinn með öll nútímaþægindi í huga. Í skottinu er meðal annars innbyggð eldunaraðstaða og kælibox eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×