Enski boltinn

Telur Zlatan geta leikið til fertugs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zlatan í leik gegn St. Etienne á dögunum en hann verður 36 ára á þessu ári.
Zlatan í leik gegn St. Etienne á dögunum en hann verður 36 ára á þessu ári. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hinn 35 árs gamli Zlatan Ibrahimovic, eigi nokkur ár eftir í fremstu röð og að hann geti leikið þar til hann verður fertugur.

Zlatan sem gekk til liðs við Manchester United á síðasta ári hefur verið frábær á fyrsta ári sínu á Englandi en hann er kominn með 24 mörk í öllum keppnum og hefur leikið 37 leiki.

Þetta er í annað skiptið sem Zlatan leikur undir stjórn Jose Mourinho en þeir unnu saman í eitt ár hjá ítalska stórveldinu Inter.

„Hann er betri en þegar við unnum saman hjá Inter, hann skilur leikinn betur og nýtir sér það vel. Hann er ekki bara markaskorari því hann leggur einnig upp fjöldan allra marka. Svo er hann leiðtogi í búningsklefanum sem aðstoðar yngri leikmenn liðsins.“

Mourinho sagði það magnað að leika í fremstu röð á þessum aldri.

„Ég tel að það sé ekkert líkamlegt sem stöðvi það að hann leiki til fertugs, þetta snýst líka um andlega hlutann. Hann mun taka ákvörðun einn daginn um að leggja skónna á hilluna og við þurfum að sætta okkur við það. Afrek hans undanfarin ár eru ótrúleg en það kemur að því að hann muni hætta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×