Viðskipti innlent

Telur upplýsingatækni undirstöðuþátt í öllum rekstri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Finnur Oddsson á ráðstefnunni í dag.
Finnur Oddsson á ráðstefnunni í dag.
Ráðstefnan Verkfærakassi markaðsfólksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Nýherji stóð fyrir ráðstefnunni og á meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnunni var Finnur Oddsson, forstjóri fyrirtækisins.

Í erindi sínu fjallaði Finnur um rannsóknir á sviði markaðsmála og upplýsingatækni og kom meðal annars fram í máli hans að 90% af öllum þeim gögnum sem til eru í dag, urðu til á síðustu 2 árum.

80% af þessum gögnum eru ómótuð. Það þýðir að þau eru ekki í töflum eða tölum heldur í formi texta, mynda og tölvupósts eða á bloggum og samfélagsmiðlum.

Finnur sagði að ný tækni og aukið gagnamagn gerði upplýsingatækni að undirstöðuþætti í öllum rekstri, með allt öðrum hætti en áður var. Sagði hann upplýsingatæknina skipta máli fyrir alla stjórnendur í fyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×