Erlent

Telur lög um fóstureyðingar ekki standast mannréttindi

Atli Ísleifsson skrifar
Fóstureyðingar hafa verið mikið hitamál á Norður-Írlandi.
Fóstureyðingar hafa verið mikið hitamál á Norður-Írlandi. Vísir/AFP
Dómstóll í Norður-Írlandi hefur dæmt að lög sem banna fóstureyðingar í landinu standist ekki mannréttindi kvenna og stúlkna.

Í frétt Guardian kemur fram að hinn sögulegi dómur hafi verið kveðinn upp í Belfast fyrr í dag. Hann gæti leitt til þess að fórnarlömb nauðgana og sifjaspells gætu látið eyða fóstrum sínum á norður-írskum sjúkrahúsum.

Fóstureyðingar hafa einungis verið heimilar á Norður-Írlandi ef líf móður sé talið vera í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×