Innlent

Telur líklegt að af verkfalli verði

sveinn arnarsson skrifar
Björn Snæbjörnsson. Formaður SGS segist ekki trúa öðru en að afgerandi niðurstaða verði um verkfallsaðgerðir hjá félögum sambandsins.
Björn Snæbjörnsson. Formaður SGS segist ekki trúa öðru en að afgerandi niðurstaða verði um verkfallsaðgerðir hjá félögum sambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, á ekki von á öðru en að verkfallsaðgerðir verði samþykktar af félagsmönnum. Kosningu um verkfall lauk á miðnætti hjá félagsmönnum innan Starfsgreinasambandsins og mun sambandið kynna niðurstöður kosninganna klukkan 11 í dag.

„Ég get ekki trúað öðru en að kosningin verði afgerandi hjá okkar fólki og að verkfallsaðgerðir verði samþykktar,“ segir Björn. „Fyrstu verkföllin okkar munu þá bresta á þann 30. apríl næstkomandi.“

Björn segir þetta verkfall geta haft miklar afleiðingar í för með sér og að ferðaþjónustan gæti misst spón úr aski sínum. „Það eru flest allir sem munu finna fyrir fyrstu verkfallsaðgerðum okkar. Þetta eru ræstingafólk og fólk í fiskvinnslu og kjötiðnaðarstöðvum svo dæmi sé tekið. Einnig er um að ræða einstaklinga í ferðaþjónustu sem og á veitingastöðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×