Innlent

Telur Íslending hafa bitið af sér eyrað í Berlín

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þýska lögreglan segir að um Norðmann að ræða.
Þýska lögreglan segir að um Norðmann að ræða. Vísir/Getty
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri er sagður hafa bitið hluta af eyra af þýskum manni í lest á leið milli Berlínar og Neuen í Þýskalandi. Íslendingurinn er sagður hafa veist að sessunaut mannsins með ókvæðisorðum. Þýska lögreglan segir þó að árásarmaðurinn sé norskur ferðamaður.

Í frétt Bild er rætt við fórnarlambið sem segir að Íslendingur hafi ráðist á sig. Samkvæmt frétt Berliner Zeitung er Íslendingurinn sagður hafa reynt að espa farþega lestarinnar upp á móti sessinaut fórnarlambsins. Hafi Íslendingurinn verið drukkinn í lestinni og kallað að mannium orð á borð við „Bin Laden“, „Allahu Akbar“, og „Settu sprengjuna í gang.“ 

Við það hafi fórnarlambið ákveðið að stíga inn í atburðarrásina og koma sessinaut sínum til bjargar. Íslendingnum hafi þó mislíkað það. Réðst hann á manninn og beit hluta af eyra hans af áður en hann öskraði á ensku: „Ég drep þig.“ Við það hafi farþegar áttað sig á alvarleika málsins og kallað til lögreglu.

Var árásarmaðurinn handtekinn en þjóðerni hans virðist þó vera á reiki. Í frétt Associated Press um málið kemur fram að árásarmaðurinn hafi verið norskur ferðamaður og er það haft eftir lögreglunni í Berlín. Norska blaðið Aftenposten heldur því einnig fram að um norskan ferðamann hafi verið að ræða.

Situr árásarmaðurinn nú í gæsluvarðhaldi og bíður hann dóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×