Sport

Telur að Sharapova muni spila í Ríó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sharapova féll úr leik á opna ástralska eftir tap gegn Serenu Williams. Hún hefur ekki spilað síðan.
Sharapova féll úr leik á opna ástralska eftir tap gegn Serenu Williams. Hún hefur ekki spilað síðan. Vísir/Getty
Shamil Taprishchev, forseti tennissambands Rússlands, telur að Maria Sharapova muni keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar þrátt fyrir að hún hafi fallið á lyfjaprófi.

Sharpaova steig fram í gær og viðurkenndi á blaðamannafundi að hún hefði fallið á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu

Lyfið sem felldi hana var meladonium en það hefur hún tekið undanfarinn áratug af heilsufarsástæðum. Það var hins vegar sett á bannlista tennissambandsins um áramótin.

„Mér finnst þetta bara vera algert bull,“ sagði forsetinn. „Íþróttamenn taka þau lif sem sjúkraþjálfarar og læknar gefa þeim.“

„Ég held að Sharapova muni spila á Ólympíuleikunum. Við þurfum hins vegar að sjá hvernig þetta mál þróast.“

Sharapova segir að hún muni axla fulla ábyrgð á sínum gjörðum.


Tengdar fréttir

Sharapova féll á lyfjaprófi

Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi.

Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð

Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×