Viðskipti innlent

Telur að ríkið kaupi farmiða fyrir milljarð

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Eftirlitsstofnun EFTA telur að ríkinu sé heimilt að kaupa flugmiða af Icelandair. Kaupin flokkist ekki sem styrkur.
Eftirlitsstofnun EFTA telur að ríkinu sé heimilt að kaupa flugmiða af Icelandair. Kaupin flokkist ekki sem styrkur.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að kaup íslenskra stjórnvalda á flugmiðum á grundvelli rammasamninga við Icelandair feli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. ESA hefur haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar sem barst stofnuninni árið 2012 frá Iceland Express sem varð síðar hluti af WOW air.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir að málið hafi lítið með Wow air að gera.

„Hins vegar er allt í lagi að benda á að íslenska ríkið hefur ekki boðið út þessi innkaup. Þau fara því fram utan samninga þrátt fyrir að kærunefnd útboðsmála hafi staðfest að útboðsskylda sé til staðar,“ segir hún.

Gera megi ráð fyrir að það sé nærri milljarður sem fari í farmiðakaup ríkisins og þau séu nær öll við Icelandair.

„Ef þessum viðskiptum væri beint til WOW air myndi það spara ríkinu hundruð milljóna,“ segir Svanhvít.

ESA segir að stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins hafi keypt á grundvelli rammasamninganna flugmiða af Icelandair þegar þess var þörf. Ekki verði annað séð en að rammasamningar íslenska ríkisins við Icelandair hafi verið eðlilegir viðskiptagerningar á markaðsforsendum sem fólu ekki í sér ívilnun til handa Icelandair. Þar af leiðandi hafi umræddir samningar ekki falið í sér ríkisaðstoð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×