Telur a­ gervigras tengist krabbameini sonar sÝns

 
Enski boltinn
14:30 16. FEBR┌AR 2016
Telur a­ gervigras tengist krabbameini sonar sÝns
V═SIR/GETTY

Nigel Maguire, faðir átján ára bresks drengs sem er með krabbamein, vill að rannsakað verði hvort að efni sem eru notuð til að gera gervigrasknattspyrnuvelli séu krabbameinsvaldandi.

Hann hefur beint sjónum sínum að gúmmíefninu sem eru notað á mörgum gervigrasvöllum en um er að ræða litlar gúmmíkúlur sem er dreift yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð.

Sjá einnig: Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár

Um 500 gervigrasvellir eru í notkun í Englandi og eru álíka gervigrasvellir og gúmmiefni vel þekkt hér á landi. En þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi haldi því fram að það sé ekkert sem bendir til þess að gúmmíefnið eða önnur efni í gervigrasvöllum séu heilsuskaðandi vill Maguire ítarlegri rannsóknir.


Telur a­ gervigras tengist krabbameini sonar sÝns
V═SIR

Hann segir að sonur sinn, Lewis, hafi sem markvörður verið berskjaldaðri en aðrir leikmenn fyrir gúmmíefninu.

Sjá einnig: Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna

„Lewis æfði á svona völlum einu sinni eða tvisvar í viku í 4-5 ár. Eftir æfingar kom hann til mín og sagði mér að hann hefði gleypt mikið af því, það borist í augu og í smásár og rispur.“

„Maður leiddi ekki hugann mikið að því þá og taldi að þetta hefði verið rannsakað í bak og fyrir. En raunin er að svo er ekki.“

Maguire segir að það hafi ekki verið rannsakað hvaða áhrif efnin hafa þegar það hefur verð innbyrt eða komist í tæri við opin sár. Hann segir að ítarleg rannsókn á þessum málum sé hafin í Bandaríkjunum og vill að hið sama verði gert í Bretlandi. Þar til að niðurstöður fást fer hann fram á að hætt verði að byggja gervigrasvelli í Bretlandi.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Enski boltinn / Telur a­ gervigras tengist krabbameini sonar sÝns
Fara efst