Innlent

Telja tónlistarkennara ekki sýna sanngirni í kjaraviðræðum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá mótmælum tónlistarfólks.
Frá mótmælum tónlistarfólks. visir/valli
Samninganefnd Félags tónlistarskólakennara hefur hafnað öllum tilboðum samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um sömu laun og launamyndunarkerfi og samið var um við leik- og grunnskólakennara á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þar kemur fram að tónlistarkennarar krefjist hærri launa en leik- og grunnskólakennarar, eða launahækkana sem nema um 21 prósent en samninganefndin telur það óásættanlegt vegna þeirra áhrifa sem það myndi hafa á kjaraviðræður sem eru í undirbúningi á vinnumarkaði. Tilboð sveitarfélaganna feli ekki í sér neinar tillögur um breytingar á magni árlegrar vinnuskyldu tónlistarkennara né um að lengja árlegan starfstíma tónlistarskóla.

„Tónlistarkennurum hefur verið boðið að bæta við sig liðlega klukkustundar kennslu á viku gegn því að dregið sé úr öðrum störfum á móti. Sú hækkun kennsluskyldu gefur tónlistarkennurum tækifæri til mjög verulegra launahækkana til viðbótar við þá 7,6% launahækkun, sem samið var um við tónlistarkennara innan Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH).  Þessu tilboði, eins og öðrum, hefur Félag tónlistarskólakennara  hafnað,“ segir orðrétt í tilkynningunni.

Þá telur samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að samninganefnd Félags tónlistarskóla ekki sýna sanngirni í viðræðunum og „þykir miður villandi málflutningur félagsins í fjölmiðlum. Niðurstaða í samningaviðræðum næst ekki án markvissra viðræðna þar sem sanngirni af beggja hálfu er höfð að leiðarljósi.“


Tengdar fréttir

"Í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum…“

Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting.

Tónlistin auðgar sem aldrei fyrr

Nú stendur yfir Iceland Airwaves í Reykjavík. Um er að ræða sannkallaða tónlistarveislu sem vaxið hefur ár frá ári allt frá árinu 1999 þegar fyrsta hátíðin var haldin. Ekki er laust við að verkfall tónlistarkennara varpi skugga á veisluna.

Langur sáttafundur vekur vonir

Fundað hefur verið í kjaradeilu tónlistarkennara og sveitarfélaga frá því klukkan tíu í morgun.

Hvað vilja tónlistarkennarar?

Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi.

Tónlistarkennarar mótmæla

Tónlistarkennarar mótmæla nú við húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni.

Illa gengur að semja

Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×