Erlent

Telja Sýrlendinga enn beita efnavopnum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. vísir/afp
Ráðamenn í Frakklandi telja að hersveitir í Sýrlandi beiti efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í landinu. Þetta tilkynnti Francois Hollande, forseti Frakklands í útvarpsviðtali í morgun.

Hann sagði að beinar sannanir lægju þó ekki fyrir, en vísbendingar væru um slíka notkun. Þá sagði hann að stjórnvöld í Sýrlandi hefðu beitt hryllilegum aðferðum gegn þjóð sinni og hafnað öllum hugmyndum um breytingar á sviði stjórnmála.

Sýrlandi var gert að eyða öllum efnavopnum sínum fyrir lok júnímánaðar í ár, ella kæmi til loftárása af hálfu Bandaríkjamanna á sýrlenskar hersveitir. Sýrlandsstjórn afhenti þá um 2/3 allra efnavopna sinna til eyðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×