Innlent

Telja of langt gengið í lokunum

Meðlimir úr björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit stóðu vaktina við gatnamótin við Hrossaborg í dag og gættu þess að fólk virti lokanir vega upp á hálendið. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við formanninn, Kristján Steingrímsson, í dag.

Kristján segir fólk virða lokanir.

„Fólk hefur kíkt til okkar og spjallað við okkur en það hefur ekki verið neitt áreiti, þannig séð,“ segir Kristján.

Eru þessar lokanir umdeildar meðal Mývetninga og annarra heimamanna?

„Já, ég heyri að sumum finnst að menn eigi að fá að fara niður að Dettifossi að vestanverðu. Sú lokun hefur verið gagnrýnd.“

Sjá má viðtalið við Kristján í meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.

„Þetta var ógurlega tignarlegt“

Þetta var lítið en ógurlega tignarlegt eldgos, segir tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Hann fylgdist með gosinu í nótt úr aðeins um fimm kílómetra fjarlægð og segir slíka nánd við kraftmikil náttúruöflin vissulega valda titringi.

Fundu brunalykt alla leið upp í þyrluna

Fögur gígaröð hefur myndast undan sporði Dyngjujökuls eftir stutt eldgos sem þar varð í nótt. Kristján Már Unnarsson flaug yfir gosstöðvarnar í dag og lýsir hér því sem fyrir augu bar.

Hér er gosið

Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×