Innlent

Telja gagnrýni ekki réttmæta

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Erlendir kvikmyndagerðarmenn gerðu kynningarmyndband fyrir Ísland.
Erlendir kvikmyndagerðarmenn gerðu kynningarmyndband fyrir Ísland.
„Íslandsstofa á sérstaklega gott samstarf við íslenska kvikmyndagerðarmenn í gegnum verkefnið Film in Iceland, sem er ætlað að laða til landsins erlenda kvikmyndagerðamenn,“ segir Jón Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Segir Jón einnig að íslenskir aðilar hafi séð um vinnslu og framleiðslu á um 60 öðrum myndböndum fyrir téða herferð og einnig að meginþorri framleiðslunnar hafi verið í höndum Íslensku auglýsingastofunnar.

Íslandsstofa hafnar því þeirri gagnrýni sem fram kom í frétt blaðsins í gær um að forsvarsmenn Félags kvikmyndagerðarmanna væru ósáttir við að erlendir aðilar væru fengnir til að taka upp myndbandið. „Með samstarfi við vel þekktan erlendan leikstjóra opnuðust samstarfsmöguleikar við erlenda fjölmiðla og dreifingaraðila sem annars hefðu ekki staðið til boða,“ segir Jón.


Tengdar fréttir

„Skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki“

Forsvarsmenn Félags kvikmyndagerðarmanna undra sig á því að ekki hafi verið leitað til íslensks fagfólks við gerð kynningarmyndbands nýrrar herferðar Íslandsstofu fyrir Inspired by Iceland. Erlendir aðilar leikstýrðu og tóku upp myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×