Innlent

Telja aðgerðir vera ólöglegar

Gífurlegt magn matvöru liggur á hafnarbakkanum í Sundahöfn og verður ekki tollafgreitt í verkfalli dýralækna Matvælastofnunar.
Gífurlegt magn matvöru liggur á hafnarbakkanum í Sundahöfn og verður ekki tollafgreitt í verkfalli dýralækna Matvælastofnunar. Vísir/GVA
Gríðarlegt tjón gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu. Innflutningsfyrirtæki þrýsta nú á Matvælastofnun, MAST, um að sinna því hlutverki sínu að votta innfluttar matvörur.

Lögfræðingur Innness hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem háttalag stofnunarinnar er gagnrýnt.

Telur lögfræðingurinn synjun Matvælastofnunar á að stimpla innflutningsskjöl vera ólögmæta þar sem það sé ekki lagaleg krafa að innlendur dýralæknir stimpli skjölin. Heilbrigðisvottorð með vörum frá Evrópska efnahagssvæðinu eru gefin út af þarlendum dýralæknum.

Einnig er bent á að bæði forstjóri MAST og yfirdýralæknir megi votta innflutning en hvorugur er í verkfalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×