Lífið

Tekur þátt í alþjóðlegri plötusnúðakeppni: "Gert þetta síðan ég var fjórtán ára“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stefán Atli
Stefán Atli mynd/daníel örn
„Ég byrjaði að DJ-a fyrir átta árum þegar ég fékk fyrstu græjurnar,“ segir Stefán Atli Rúnarsson, 21 árs plötusnúður, tekur sem stendur þátt í alþjóðlegri plötusnúðakeppni.

Keppnin fer fram í gengum vefsíðu sem kallast Wavo en þar eru reglulega haldnar slíkar keppnir. Stefán frétti af keppninni þar sem hann er skráður á póstlista frá síðunni. Þátttakendur senda inn um hálftíma langt mix frá sér og almenningur getur síðan kosið þann sem því þykir bestur. Sem stendur er Stefán í þriðja sæti um tvöhundruð keppenda.

„Ég er verulega spenntur fyrir þessu enda fær sigurvegarinn að koma fram á Electric Elements tónlistarhátíðinni,“ segir Stefán Atli. Hátíðin fer fram í Ontario í Kanada 17. maí næstkomandi. Meðal listamanna sem koma fram má nefna Fedde Le Grand, DVBBS og Aron Chupa.

Hægt er að hlusta á og kjósa blönduna hans Stefáns með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×