MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Tekur sér frí frá UFC til ţess ađ slökkva elda

 
Sport
16:00 23. FEBRÚAR 2017
Story ţjarmar hér ađ Gunnari Nelson í Stokkhólmi.
Story ţjarmar hér ađ Gunnari Nelson í Stokkhólmi. VÍSIR/GETTY

Gunnar Nelson hefur aðeins tapað tvisvar í UFC og annar þeirra sem hefur unnið Gunnar, Rick Story, er farinn í frí frá UFC og ætlar að gerast slökkviliðsmaður.

Hinn 32 ára gamli Story er ósáttur við sinn hlut af UFC-kökunni en honum finnst sneiðarnar ansi litlar eftir að hafa gefið UFC allt sem hann á síðustu átta ár.

Hann fékk 4,5 milljónir króna fyrir síðasta bardaga á meðan menn á svipuðum stað á styrkleikalista UFC, og með minni reynslu, eru að fá meira borgað.

„Ég hef verið þarna lengi og gefið allt sem ég á. Það er svekkjandi að horfa á reynsluminni menn fá stærri sneið af kökunni. Þá tapar maður metnaðinum. Af hverju að leggja sig allan fram fyrir fyrirtæki sem fer svona illa með mig,“ spyr Story sem er að læra að verða slökkviliðsmaður og ætlar sér að slökkva elda næstu misseri á meðan hann tekur sér frí.

„Ég er alls ekki ómissandi hjá UFC. Það eru viðskipti og ég skil það. Ég ætla ekki að fara að væla yfir því en aðeins sætta mig við það og segja hlutina eins og þeir eru. Mér er ekki illa við UFC sem hefur margsannað að allt snýst um að þeir fái peninga.“

Story fór nýlega í erfiða tannaðgerð og getur því ekki keppt á næstunni en hann ætlar að taka sér lengra frí frá UFC. Keppir líklega ekkert á þessu ári. Hann er nýfallinn af styrkleikalista UFC í veltivigtinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Tekur sér frí frá UFC til ţess ađ slökkva elda
Fara efst