Enski boltinn

Tekur Rooney stað Gerrard í borg englanna?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard og Wayne Rooney.
Steven Gerrard og Wayne Rooney. Vísir/Getty
The Sun fullyrðir að LA Galaxy muni reyna að fá Wayne Rooney frá Manchester United ef að Steven Gerrard er á leið frá félaginu.

Gerrard skrifaði á Instagram-síðu sinni fyrr í þessari viku að það væri forréttindi að hafa fengið að búa í Los Angeles og að spila fyrir stuðningsmenn Galaxy.

Auðvelt er að túlka skilaboðin sem svo að hann sé á leið frá LA Galaxy sem er komið í undanúrslit sinnar deildar í úrslitakeppni MLS-deildarinnar.

Gerrard hefur þó ekki spilað með Galaxy síðan í byrjun október og ekki heilan leik síðan 20. ágúst.

Hvert félag í deildinni má vera með tvo leikmenn sem eru undanskildir launaþaki deildarinnar og ef að Gerrard fer frá Galaxy losnar um eitt slíkt sæti hjá liðinu.

The Sun fullyrðir í dag að Galaxy ætli sér að reyna að fá Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United, í staðinn. Samkvæmt fréttinni eru þreifingar þess efnis þegar hafnar.

Rooney hefur komið við sögu í átta deildarleikjum Manchester United á tímabilinu og skorað í þeim eitt mark. Hann var síðast í byrjunarliði United í deildarleik þann 18. september.


Tengdar fréttir

Gerrard valinn bestur framyfir Giggs og Ronaldo

Steven Gerrard fékk flest atkvæði þegar áhorfendur Sky Sports gátu kosið á milli 50 leikmanna Liverpool og Manchester United um hver væri besti leikmaður liðanna frá upphafi.

Sagði Mourinho við Rooney að hann mætti fara?

Framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United er í óvissu og enska blaðið Sun slær því upp í morgun að leikmaðurinn hafi fengið leyfi til að fara frá Manchester United.

Rooney: Ég er ekki útbrunninn

Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu segist Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, ekki vera útbrunninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×