Handbolti

Tékkneskir dómarar á úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Václav Horáček og Jiří Novotný frá Tékklandi munu dæma úrslitaleik Katars og Frakklands á HM í handbolta nú síðdegis.

Mikið hefur verið rætt um dómgæsluna á heimsmeistarakeppninni, ekki síst á leikjum heimamanna sem komu öllum á óvart með því að fara alla leið í úrslitaleikinn.

Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir

Tékkneska parið dæmdi leik Katars og Hvíta-Rússlands í riðlakeppninni en Katar vann þann leik með fjögurra marka mun, 26-22.

Danmörk keppir ekki í úrslitum HM eða EM í fyrsta sinn síðan 2010 og voru dönsku dómurunum Martin Gjeding og Mads Hansen því heimilt að dæma úrslitaleikinn nú. Þeir voru hins vegar settir á bronsleik Spánar og Póllands.

Mikil reiði braust út meðal leikmanna Póllands eftir tapleikinn gegn Katar í undanúrslitum keppninnar sem sökuðu dómara leiksins um mútuþægni.


Tengdar fréttir

Strobel: Landslið Katars eins og félagslið

Þýski landsliðsmaðurinn Martin Strobel segir að lið Katars sé með sterkan leikmannahóp og hafi spilað betur með hverjum leiknum á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×