Innlent

Tékkar hefja loftrýmisgæslu við Ísland

Gissur Sigurðsson skrifar
Jas Gripen þota tékkneska flughersins.
Jas Gripen þota tékkneska flughersins. Vísir/Getty
Tékkneski flugherinn hóf í dag loftrýmisgæslu við Ísland á vegum NATO og verður með flugsveit hér á landi í rúman mánuð.

Sjötíu liðsmenn tékkneska flughersins verða staðsettir á Keflavíkurflugvelli á meðan auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Þýskalandi.

Sveitin hefur á að skipa fimm JAS Gripen orrustuþotum. Meðal annars er gert ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og á Egilsstöðum, en framkvæmdin verður með hefðbundnum hætti í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Að framkvæmdinni koma Landhelgisgæslan og Isavia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×