Viðskipti innlent

Tekjur Marel jukust um átta milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Með markvissri markaðssókn og sterku vöruframboði höfum við náð að nýta okkur þann meðbyr sem nú ríkir á mörkuðum Marel,“ segir Árni Oddur.
„Með markvissri markaðssókn og sterku vöruframboði höfum við náð að nýta okkur þann meðbyr sem nú ríkir á mörkuðum Marel,“ segir Árni Oddur. vísir/valli
Tekjur Marel á fyrsta fjórðungi ársins jukust um að jafnvirði átta milljarða króna. Tekjurnar námu 30,7 milljörðum á fjórðungnum en námu að jafnvirði 22,7 milljörðum á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn í ár samsvarar 1,9 milljörðum króna samanborið við 425 milljóna króna tap í fyrra.

Í afkomutilkynningu segir að hagræðingaraðgerðir fyrirtækisins haldi enn áfram. Á fyrsta ársfjórðungi 2015 var tilkynnt um hagræðingaraðgerðir í Singapúr, Danmörku, Bandaríkjunum og Bretlandi auk þess sem tilkynnt var um sölu á einingu sem stendur utan kjarnastarfsemi á Spáni.

„Með markvissri markaðssókn og sterku vöruframboði höfum við náð að nýta okkur þann meðbyr sem nú ríkir á mörkuðum Marel. Í kjölfarið sjáum við áframhaldandi aukningu í sölu með góðum afkomubata.

Viðskipti með bréf í Marel í Kauphöll Íslands í dag námu 201 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×