LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST NÝJAST 18:45

Frambođ Ţorgerđar myndi styrkja Viđreisn mikiđ

FRÉTTIR

Tekjujöfnuđur eykst og Íslendingum undir lágtekjumörkum fćkkar

 
Innlent
17:19 27. FEBRÚAR 2016
Tekjujöfnuđur eykst og Íslendingum undir lágtekjumörkum fćkkar
VÍSIR/STEFÁN

Hlutfall landsmanna undir lágtekjumörkum hefur lækkað á liðnum árum en árið 2014 voru þeir um átta prósent Íslendinga. Ef marka má nýja Félagsvísa velferðarráðuneytisins hafa þeir aðeins einu sinni verið jafn fáir frá árinu 2004. Þá jókst tekjujöfnuður landsmanna á sama tímabili en á vef ráðuneytisins kemur fram að hann hafi aldrei verið jafn hár og árið 2014.

Á vefsíðu ráðuneytisins segir að árið 2004 mældust 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum en hlutfallið hafði lækkað niður í 7,9 prósent árið 2014 og er það sama hlutfall og árið 2012.

„Þegar upplýsingar um fjölda einstaklinga undir lágtekjumörkum eru greindar eftir kyni má sjá að fækkunin er hlutfallslega meiri í hópi kvenna en karla, þótt fækki í báðum hópum. Þannig var hlutfall karla undir lágtekjumörkum 9,6% árið 2004 en 8,1% árið 2014. Hlutfall kvenna undir lágtekjumörkum var 10,5% árið 2004 en var komið niður í 7,7% árið 2014. Á þessu árabili mældist það einu sinni lægra hjá konum, þ.e. árið 2012 þegar það var 7,5%,“ segir á vef ráðuneytisins.

Í Félagsvísum velferðarráðuneytisins kemur fram að tekjur hafa ekki dreifst jafnar milli fólks hér á landi frá því að mælingar hófust árið 2004. Gini-stuðull er notaður til að mæla dreifingu tekna en hann mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga dreifast. „Ef Gini-stuðullinn væri 0 þýddi það að allir hefðu jafnar tekjur, en 100 ef sami einstaklingur hefði allar tekjurnar,“ er sagt til útskýringar.

Árið 2004 mældist Gini-stuðullinn hér á landi 24,1 en hann var 22,7 árið 2014. Tekjudreifing var ójöfnust samkvæmt Gini-stuðli árið 2009 sem mældist þá 29,6.

Nánar í Félagsvísum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Tekjujöfnuđur eykst og Íslendingum undir lágtekjumörkum fćkkar
Fara efst