Lífið

Tekjuhæsta Youtube stjarnan hótar að loka rás sinni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
PewDiePie þénaði 15 milljónir bandaríkjadala á þessu ári.
PewDiePie þénaði 15 milljónir bandaríkjadala á þessu ári. Vísir/Skjáskot
Felix Kjellberg, betur þekktur sem PewDiePie, er heimsfrægur fyrir að spila og fjalla um tölvuleiki á YouTube rás sinni. Rúmlega 50 milljónir manns eru áskrifendur af YouTube rás Kjellberg og er hann auk þess tekjuhæsta YouTube stjarnan og þénaði hann 15 milljónir bandaríkjadala á þessu ári.

Hann hefur þó nú gefið það út að hann hyggist eyða YouTube rás sinni á morgun, föstudag.

Kjellberg hefur, ásamt öðrum YouTube stjörnum, verið ósáttur við nýtt reiknilíkan síðunnar og telur hann að það valdi því áhorf á myndbönd hans hafi minnkað og að áskrifendum fækki án útskýringa.

Hann segir breytingar YouTube vera eins og „spark í andlitið“ og það vera óþægilegt hvernig staðið hafi verið á breytingunni. „Þetta er ekki bara ég, margir aðrir taka líka eftir þessu,“ sagði Kjellberg í myndbandi sem hann birti síðastliðinn föstudag.

Í myndbandinu sagðist hann ætla að eyða rásinni þegar hann næði 50 milljónum áskrifenda og náði hann þeim áfanga fyrr í dag. Í kjölfarði sagði hann á Twitter síðu sinni að rásinni yrði lokað klukkan fimm á morgun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×