Viðskipti innlent

Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 32 milljarða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Tekjuafkoma hins opinbera á síðasta ári var neikvæð um 32 milljarða eða 1,7 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt Hagstofu Íslands. Til samanburðarvar tekjuafkoman árið 2012 neikvæð um 65,2 milljarða króna eða 3,7 prósent af landsframleiðslu.

Tekjur hins opinbera námu um 796 milljörðum króna og jukust um 55 milljarða á milli ára eða um 7,4 prósent. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,5%. Útgjöld hins opinbera voru 828 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,7% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 44,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×