Innlent

Tekjuafkoma hins opinbera mun betri en á sama tíma í fyrra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrstu níu mánuði ársins nam tekjuafganguri hins opinbera alls 378,4 milljörðum króna.
Fyrstu níu mánuði ársins nam tekjuafganguri hins opinbera alls 378,4 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs en það er mun betri afkoma en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar afkoman var neikvæð um 9 milljarða króna.

Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar þá nam tekjuafgangurinn 0,4 prósentum af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 1 prósenti af tekjum hins opinbera.

Fyrstu níu mánuði ársins nam tekjuafgangurinn alls 378,4 milljörðum króna eða 33,8 prósentum af tekjum tímabilsins.

Tekjur af stöðugleikaframlagi upp á 384,3 milljarða króna eru taldar með á fyrsta ársfjórðungi 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×