Innlent

Tekinn með barnaklám: Rauf skilorð en gengur enn laus

Bjarki Ármannsson skrifar
Jón Sverrir Bragason, sem stöðvaður var 1. ágúst með barnaklám í fórum sínum og úrskurðaður í farbann í kjölfarið, er á reynslulausn eftir að hafa afplánað tvö og hálft ár af þriggja og hálfs árs fangelsisdómi. Jón Sverrir var stöðvaður í Leifsstöð við komu til landsins með tvær fartölvur og sex minnislykla sem nú eru til rannsóknar. Þrátt fyrir að hafa brotið gegn lögum á reynslulausn hefur hann ekki verið dæmdur til að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um þetta mál sérstaklega en útskýrir að almennt geti dómstólar ekki dæmt aðila á reynslulausn strax til að afplána eftirstöðvar dóms síns nema rökstuddur grunur sé til staðar um að viðkomandi hafi framið brot sem varðar sex ára fangelsisdóm hið minnsta.

„Það er dómstóla að úrskurða viðkomandi inn á eftirstöðvar, eins og kallað er,“ segir Páll. „Væntanlega hefur ákæruvaldið metið það svo þarna að þetta væri ekki svo alvarlegt brot.“ 

Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því á þriðjudag er Jón Sverrir grunaður um brot samkvæmt 210. grein almennra hegningarlaga sem getur mest varðað tveggja ára fangelsisdóm.

„Þetta endar væntanlega með því að þetta mál er rannsakað, svo er ákært fyrir það,“ segir Páll. „Svo er dæmd ein refsing fyrir nýja brotið og svo það sem hann átti eftir.“

Jón Sverrir var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar árið 2010 vegna kynferðisbrota gegn þroskaheftum dreng. Reynslulausn kemur til álita hjá þeim sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot gegn börnum þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta refsingar, og þá að ýmsum skilyrðum uppfylltum.


Tengdar fréttir

Þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum dreng

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann um sextugt, Jón Sverri Bragason, til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum dreng sem var á aldrinum þrettán til fimmtán ára þegar brotin voru framin. Að auki er manninum gert að greiða drengnum eina og hálfa milljón króna í bætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×