ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 23:34

Má heita Steđji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia

FRÉTTIR

Tekinn fyrir fíkniefnaakstur er hann ók fram hjá slysi

 
Innlent
09:10 25. MARS 2016
Flest verkefni lögreglunnar í gćrkvöld og nótt tengdust fíkniefnamálum.
Flest verkefni lögreglunnar í gćrkvöld og nótt tengdust fíkniefnamálum. VÍSIR/VILHELM

Þrír menn voru handteknir á níunda tímanum í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Handtakan átti sér stað í Breiðholti og eru mennirnir vistaðir í fangageymslu á meðan frumrannsóknir málsins fara fram. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í gær og nótt. Sumir þeirra höfðu meðferðis fíkniefni í bílum sínum sem þeir köstuðu út um glugga bifreiðanna þegar til afskipta lögreglu kom.

Skömmu fyrir klukkan tíu var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi við Kollafjörð. Mikil hálka var á veginum. Fimm voru fluttir á slysadeild en var hleypt heim að skoðun lokinni. Þrjár bifreiðar voru fluttar laskaðar af vettvangi. Einn ökumaður var stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum, þegar hann ók fram hjá vettvangi slyssins.

Þá er tekið fram í dagbókinni að alls séu átta vistaðir í fangageymslum. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Tekinn fyrir fíkniefnaakstur er hann ók fram hjá slysi
Fara efst