Innlent

Tekinn án bílbeltis og hótaði lögreglu ofbeldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hótaði maðurinn lögreglumanni ofbeldi með því að segja að hann myndi muna eftir andliti hans.
Hótaði maðurinn lögreglumanni ofbeldi með því að segja að hann myndi muna eftir andliti hans. Vísir/Getty
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hóta lögreglumanni í kjölfar þess að hann var tekinn undir stýri án bílbeltis í október fyrir tveimur árum.

Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, ók bíl vestur Hverfisgötu í Reykjavík. Fór hann úr bíl sínum við Vitastíg þar sem lögregla hafði afskipti af honum.

Hótaði maðurinn lögreglumanni ofbeldi með því að segja að hann myndi muna eftir andliti hans. Lögreglumaðurinn ætti að passa sig því hann ætti eftir að hitta hann einan úti á götu síðar.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×