Innlent

Tekið að hvessa á nýjan leik

Birgir Olgeirsson skrifar
Búast má við öflugum hviðum á Kjalarnesi í kvöld.
Búast má við öflugum hviðum á Kjalarnesi í kvöld.
Tekið er að hvessa á nýjan leik af norðaustri. Þetta kemur fram í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en þar segir að skafrenningur muni aukast víða um landið norðan- og austanvert og skyggni versna.

Éljagangur muni hins vegar verða minni framan af kvöldi, en eykst síðan aftur til morguns.

Á sunnanverður Snæfellsnesi ná hviður allt að 35 metrum á sekúndu og fram eftir miðnætti á Kjalarnesi.

Þá má frá Lómagnúpi og austur undir Höfn í kvöld og fram eftir nóttu gera ráð fyrir staðbundnum sviptivindum, allt 40-45 metrum á sekúndu í hviðum, og eins hált þar í hita nærri frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×