Sport

Teitur heimsmeistari í gæðingaskeiði

Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Teitur Árnason vinnur titilinn í gæðingaskeiði
Teitur Árnason vinnur titilinn í gæðingaskeiði Vísir/Bjarni Þór Sigurðsson
Fyrsti heimsmeistara titillinn í sportinu kominn í hús á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku.

Það var hinn ungi knapi Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli sem gerði sér lítið fyrir og sigraði margfalda heimsmeistara og reynslubolta í gæðingaskeiði.  Teitur hlaut í einkunn 8,50. Í samtali við Vísi sagðist hann hafa vaknað snemma í góðu skapi og haft góða tilfinningu fyrir deginum. Hann þakkar sigurinn hestinum, Tumi er einstakur hestur og gerir allt sem hann er beðinn um.  

Teitur segir að hann hafi verið farinn að hlakka mikið til að keppa,  hann er búinn að vera lengi úti og kominn tími til að keppa. 

Gæðingaskeið – fimm efstu

1. Teitur Árnason - Tumi frá Borgarhóli IS - 8.50

2. Guðmundur Einarsson - Sproti frá Sjavarborg SE - 8.42

3. Carina Mayerhofer - Frami von St. Oswald AT - 7.88

4. Magnús Skúlason - Hraunar frá Efri-Rau∂alæk SE - 7.71

5. Nadja Wohllaib - Eldur vom Schwäbischen Wald DE - 7.25

Gæðingaskeið ungmenna - Top 3

1. Lara Balz - Trú fran Sundläng CH

2. Sofie Panduro - Gammur frá Reykjavik DK

3. Sasha Sommer - Snar frá Kjartansstö∂um DK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×