Lífið

Teiknaði bleikt typpi í beinni og samstarfsmenn hans sprungu úr hlátri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Merkilegt atvik.
Merkilegt atvik.
Í nútíma tækni þekkist það að íþróttafréttmenn teikni inn á skjáinn til að útskýra allskonar leikfléttur sem áttu sér stað í miðjum leik.

Þetta er gert til að útskýra nánar fyrir áhorfandanum hvað sé í raun og veru að gerast inni á vellinum.

Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í beinni útsendingu í Ungverjalandi á dögunum þegar verið var að fjalla um íshokkí.

Þá var fréttamaðurinn að reyna útskýra samvinnu tveggja leikmanna sem fór ekki betur en svo að hann hreinlega teiknaði getnaðarlim á skjáinn og sprungu samstarfsmenn hans úr hlátri.

Hér að neðan má sjá atvikið.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×