Íslenski boltinn

Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla.

Í þætti kvöldsins voru það Eyjamenn sem stigu á stokk í hornspyrnukeppninni.

Þeir sendu fjölþjóðlegt lið til leiks en fulltrúar ÍBV voru El Salvadorinn Renato Punyed, Daninn Mikkel Maigaard Jensen og Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu.

Þeir gerðu engar rósir en nóg til að komast í 4. sætið í liðakeppninni. Enginn Eyjamaður komst hins vegar inn á topp fimm í einstaklingskeppninni.

Í spilaranum hér að ofan má sjá Eyjamenn í hornspyrnukeppni Teigsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×