FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER NÝJAST 19:15

Heildarlaun ţingmanna lćkki

FRÉTTIR

Ted Cruz tók fram úr Trump

 
Erlent
07:01 02. FEBRÚAR 2016
Ted Cruz.
Ted Cruz.

Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri.

Svo fór þó ekki og fékk Cruz 28 prósent atkvæða, Trump rúm 24 og öldungardeildarþingmaður Flórída, Marco Rubio kemur fast á hæla Trump með rúm 23 prósent.

Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Í sigurræðu sinni sagði Cruz meðal annars að íbúar Iowa hafi sent skýr skilaboð um að sigurvegari kosninga verði ekki valinn í fjölmiðlum, og ekki af öflugum þrýstihópum, heldur af grasrótinni. Vísaði Cruz þar til þess hve mikla umfjöllun framboð Donalds Trump hefur fengið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ted Cruz tók fram úr Trump
Fara efst