Erlent

Ted Cruz tók fram úr Trump

Ted Cruz.
Ted Cruz. Vísir/EPA
Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri.

Svo fór þó ekki og fékk Cruz 28 prósent atkvæða, Trump rúm 24 og öldungardeildarþingmaður Flórída, Marco Rubio kemur fast á hæla Trump með rúm 23 prósent.

Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum



Í sigurræðu sinni sagði Cruz meðal annars að íbúar Iowa hafi sent skýr skilaboð um að sigurvegari kosninga verði ekki valinn í fjölmiðlum, og ekki af öflugum þrýstihópum, heldur af grasrótinni. Vísaði Cruz þar til þess hve mikla umfjöllun framboð Donalds Trump hefur fengið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×