Bíó og sjónvarp

Team America tekin úr sýningu

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að Norður-Kórea hafi komið að árásinni á tölvukerfi Sony.
Talið er að Norður-Kórea hafi komið að árásinni á tölvukerfi Sony. Vísir/AFP
Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu.

Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina.

Þetta kemur fram á vef Variety.

Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview.

Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu.

Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.

Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×