Viðskipti innlent

Tchenguiz áfrýjar niðurstöðu ensks undirréttar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vincent Tchenguiz og Jóhannes Jóhannsson.
Vincent Tchenguiz og Jóhannes Jóhannsson. VÍSIR
Vincent Tchenguiz sótti á föstudag um heimild hjá áfrýjunardómstóli í Bretlandi til að áfrýja skaðabótakröfu sinni gegn slitabúi Kaupþings. Þetta kemur fram á Kjarnanum.

Verði beiðni Tchenguiz samþykkt gæti það tafið slit slitabús Kaupþings um allt að tvö ár. Gæti það þýtt að nauðasamningar klárist ekki fyrir áramót og leggst því 39 prósent stöðugleikaskattur á eignir þess samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna sem kynnt var í júní.

Tchenguiz stefndi Kaupþingi og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, sem á sæti í slitastjórn búsins fyrir hlutdeild sína í atburðarás sem leiddi til þess að hann var handtekinn á heimili sínu í mars 2011. Telur hann að tilgangurinn með verknaðinum hafi verið til að semja um málefni sinna félaga gagnvart Kaupþingi. Hann vill fá 460 milljarða króna í skaðabætur vegna þessa.


Tengdar fréttir

Krefst helmings af eignum Kaupþings

Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×