FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 06:00

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

VIĐSKIPTI

Tárvotur Rip Hamilton horfđi á treyjuna svífa upp í rjáfur í Detroit | Myndbönd

 
Körfubolti
12:00 27. FEBRÚAR 2017

Detroit Pistons heiðraði í nótt Richard „Rip“ Hamilton fyrir hans níu ára framlag til liðsins árin 2002-2011 og lagði treyjunúmeri hans, 32, til frambúðar. Treyja Hamiltons var hengd upp í rjálfur í The Palace of Auburn Hills-höllinni, heimavelli Pistons.

Hamilton kom til Pistons frá Washington Wizards árið 2002 og var stigahæsti leikmaður liðsins átta leiktíðir í röð. Hann lauk ferlinum með 17 stig að meðaltali í leik, 3,4 stoðsendingar og 3,1 frákast. Hann spilaði síðustu tvö árin með Chicago Bulls en Hamilton lagði skóna á hilluna árið 2013.

Rip Hamilton var lykilmaður í síðasta meistaraliði Detroit Pistons sem lagði stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers, 4-1, í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2004.

Hann var þrisvar sinnum valinn í stjörnulið austurdeildarinnar en Hamilton kom inn í deildina sem mikil háskólastjarna eftir sigur í háskólaboltanum árið 1999 með Connecticut. Hann var valinn besti leikmaður „Final four“ í NCAA-mótinu það árið.

Chauncey Billups, leikstjórnandi meistaraliðs Detroit árið 2004, hélt fallega ræðu um sinn fyrrverandi liðsfélaga sem fékk Hamilton til að gráta en þessi annars mikli nagli gat ekki haldið aftur tárunum við athöfnina í nótt.

Rip Hamilton er einn af sex leikmönnum í sögu Detroit Pistons sem skorar yfir 11.000 stig og einn af aðeins fimm leikmönnum í sögu liðsins sem hefur skorað 50 stig eða meira í einum og sama leiknum.

Í spilarnum hér að ofan má sjá athöfnina frá því í nótt en hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá ferli Rip Hamilton, meðal annars tíu flottustu tilþrifin hans.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Tárvotur Rip Hamilton horfđi á treyjuna svífa upp í rjáfur í Detroit | Myndbönd
Fara efst