Táraflóđ og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins

 
Lífiđ
15:45 11. JANÚAR 2017
Frábćr stemning í Háskólabíói í gćrkvöldi.
Frábćr stemning í Háskólabíói í gćrkvöldi. VÍSIR/EYŢÓR

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði.

Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey.
Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel.

Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni.

Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan.

Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. 


Ingvar E. var mćttur ásamt ćskuvini sínum.
Ingvar E. var mćttur ásamt ćskuvini sínum.


Saga Sigurđardóttir og Sóllilja Baltasarsdóttir
Saga Sigurđardóttir og Sóllilja Baltasarsdóttir


Andri Snćr Magnason lét sig ekki vanta.
Andri Snćr Magnason lét sig ekki vanta.


Atli Sigţórsson, betur ţekktur sem Kött Grá Pjé mćtti á sýninguna ásamt kćrustunni sinni og vini.
Atli Sigţórsson, betur ţekktur sem Kött Grá Pjé mćtti á sýninguna ásamt kćrustunni sinni og vini.


Guđmundur Arnar Guđmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hćgri og Jónína Ţórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.
Guđmundur Arnar Guđmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hćgri og Jónína Ţórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.


Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara međ stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miđjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.
Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara međ stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miđjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.


Ţessi ungmenni mćttu og virtust skemmta sér vel.
Ţessi ungmenni mćttu og virtust skemmta sér vel.


Táraflóđ og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Táraflóđ og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins
Fara efst