Fótbolti

Tap og vonin um að komast áfram lítil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar töpuðu gegn sterku spænsku liði í dag.
Stelpurnar töpuðu gegn sterku spænsku liði í dag. mynd/ksí
Vonir U-17 ára landsliðs kvenna í fótbolta um að komast á lokakeppni EM í sumar eru afar litlar eftir 3-0 tap fyrir Spáni í öðrum leik liðsins í undankeppninni í dag.

Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í fyrsta leik sínum í undankeppninni en það gekk ekki jafn vel í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Spánverjar tryggðu sér sigurinn með þremur mörkum á 14 mínútna kafla í seinni hálfleik.

Ísland mætir Portúgal í lokaleik sínum á sunnudaginn. Íslenska liðið þarf að vinna þann leik og treysta á önnur úrslit til að eygja von um að komast í lokakeppnina.

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:

Birta Guðlaugsdóttir

Daníela Dögg Guðnadóttir

Karólína Jack (63. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)

Guðný Árnadóttir

Sóley María Steinarsdóttir

Hlín Eiríksdóttir

Alexandra Jóhannsdóttir (fyrirliði)

Eygló Þorsteinsdóttir

Bergdís Fanney Einarsdóttir (51. Sveindís Jane Jónsdóttir)

Hulda Björg Hannesdóttir (69. María Björg Fjölnisdóttir)

Hlín Eiríksdóttir

Stefanía Ragnarsdóttir


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×