Handbolti

Tap í fyrsta leik í Króatíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk. vísir/ernir
Íslenska U18-ára landsliðið í handbolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Króatíu, en liðið tapaði 34-29 fyrir heimamönnum í dag.

Króatar byrjuðu af miklum krafti og náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en staðan var 18-14 í hálfleik, heimamönnum í vil.

Í síðari hálfleik komu strákarnir öflugir til leiks og náðu að minnka muninn, mest í eitt mark, en aftur gáfu heimamenn í og unnu að lokum 34-29.

Teitur Örn Einarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir Íslands með fimm mörk hvor, en alla markaskorara og markvörslu má sjá hér að neðan.

Ísland spilar við Svíþjóð á morgun klukkan 15.30.

Mörk Íslands:

Teitur Einarsson 5, Gísli Kristjánsson 5, Sveinn Sveinsson 4, Alexander Másson 3, Örn Östenberg 3, Kristófer Sigurðsson 3, Ágúst Grétarsson 2, Elliði Viðarsson 2, Sveinn Jóhannsson 1 og Bjarni Valdimarsson 1.

Andri Scheving varði 8 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×