Viðskipti erlent

Tap hjá Tesla þrátt fyrir tekjuaukningu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 75 milljónum dollara, jafnvirði 9,1 milljarði íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Tapið var minna en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir, og töluvert lægra en á sama tímabili í fyrra.  

Tekjur námu 1,6 milljarði dollara, tæpum 200 milljörðum króna, á ársfjórðungnum, og jukust um 45 prósent milli ára.

Í apríl tilkynntu forsvarsmenn Tesla að framleiðandinn hefði afhent 14.820 bíla á fyrsta ársfjórðungi.

Hlutabréf í Tesla hafa lækkað um 3,4 prósent það sem af er degi.


Tengdar fréttir

Tesla í vandræðum

Hlutabréf í Tesla lækkað um 38 prósent á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×