Körfubolti

Tap hjá Helenu í fyrsta leik í undanúrslitum

Tómas Þórðaroson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Vísir/Daníel
Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, og stöllur hennar í ungverska úrvalsdeildarliðinu DVTK Miskoc töpuðu á heimavelli í kvöld fyrir PINKK Pécsi, 62-53, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar.

Heimakonur voru níu stigum yfir í hálfleik, 31-22, en munurinn var aðeins eitt stig fyrir lokafjórðunginn, 39-38. Í honum tóku gestirnir völdin og innbyrtu góðan útisigur.

Helena spilaði 24 mínútur í kvöld og skoraði sjö stig auk þess sem hún tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hún hitti ekki úr tveggja stiga skoti fyrr en í fjórða leikhluta þegar hún setti niður tvö slík en hin þrjú stigin komu af vítalínunni.

Liðin mætast næst á heimavelli Pécsi en vinna þarf þrjá leik til að komast í lokaúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×