Innlent

Tapar 338 milljónum á Laugavegshúsum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikið tap er af viðskiptum borgarinnar með  húsunum sem byggð voru upp á Laugavegi 4 og 6.
Mikið tap er af viðskiptum borgarinnar með húsunum sem byggð voru upp á Laugavegi 4 og 6.
Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur samþykkti á miðvikudag að taka tilboði BAB Capital ehf. í Laugaveg 4 og 6. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsóknar, segir að með þessu tapi borgin 338 milljónum króna.

„Gagnsæir viðskiptahættir hafa ekki verið viðhafðir þar sem engin gagntilboð voru gerð af hálfu borgarinnar og þannig hefur ekki verið reynt að knýja fram hæsta verð fyrir eignirnar og þar með takmarka tjón borgarsjóðs.

Bæði Sveinbjörg og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að bíða ætti með söluna því fasteignaverð fari hækkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×