Innlent

Skaut pabba sinn áður en hann hóf skotárás í grunnskóla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skotárásir í skólum í Bandaríkjunum eru tíðar en frá árinu 2012 hafa verið gerðar yfir 140 slíkar árásir.
Skotárásir í skólum í Bandaríkjunum eru tíðar en frá árinu 2012 hafa verið gerðar yfir 140 slíkar árásir. Vísir/Getty
Tvo börn og kennari eru særð eftir eftir að táningur hóf skothríð í grunnskóla í bænum Townville í Suður-Karólína ríki Bandaríkjanna. Hefur hann verið handtekinn og er annað barnið sagt vera lífshættulega slasað. Svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi skotið pabba sinn áður en að hann hóf árásina í grunnskólanum.



Skotárásin átti sér stað um klukkan fimm að íslenskm tíma í grunnskólanum í Townville en í hann ganga 286 nemendur. Sérsveit lögreglu fór á vettvang og var fljót að handsama árásarmanninn. Lík pabba árásarmannsins fannst skammt frá skólanum.

Skotárásir í skólum í Bandaríkjunum eru tíðar en frá árinu 2012 hafa verið gerðar yfir 140 slíkar árásir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×